Gunnar Atli tekur til starfa á Landslögum

birt 22. mars 2023

Gunnar Atli Gunnarsson hefur hafið störf sem fulltrúi á Landslögum lögfræðistofu. Hann lauk BA gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2013 og meistaraprófi í lögum frá sama skóla árið 2015.  Hann öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi 2017 og útskrifaðist með LL.M gráðu frá University of California, Berkeley, í desember 2021.

Gunnar Atli starfaði áður sem lögmaður á Landslögum lögmannsstofu þar til hann hóf störf sem aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árið 2018 til október 2021. Þá var hann ráðinn sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands en lauk þar störfum fyrr í þessum mánuði.