Húsfélag sýknað af kröfum verktaka

birt 3. nóvember 2023

Landsréttur kvað í dag upp dóm í máli sem verktaki höfðaði gegn húsfélagi til innheimtu aukinna verklauna, umfram það sem samið var um í verkbeiðni og greiðsluáætlun vegna viðhaldsvinnu við húsið. Landsréttur taldi að sönnunarbyrði um að samið hefði verið um viðbótarverk og aukinn kostnað hvíldi á verktakanum. Sú sönnun hefði ekki tekist. Þar að auki hefði verið sýnt fram á með matsgerð dómkvadds matsmanns að umtalsverðir annmarkar hefðu verið á vinnu verktakans og hún hefði að stórum hluta engum tilgangi þjónað. Var húsfélagið því sýknað af öllum kröfum verktakans.

Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður gætti hagsmuna húsfélagsins í málinu