Isavia sýknað af kröfum Drífu

birt 24. mars 2023

Landsréttur kvað í dag upp dóm í máli sem félagið Drífa höfðaði gegn Isavia til heimtu skaðabóta vegna forvals á aðilum til reksturs verslunar- og veitingaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Byggði Drífa á því að Isavia hefði brotið gegn reglum stjórnsýsluréttar og jafnræðisreglum við mat á tilboðum og val á leigutökum. Það var niðurstaða Landsréttar að ekki yrði annað ráðið af gögnum málsins en vandað hefði verið til forvalsins, forsendur þess hefðu legið ljósar fyrir í útboðsgögnum, jafnræðis verið gætt og lögmæt sjónarmið ráðið för við mat á tilboðum. Var Isavia því sýknað af öllum kröfu Drífu í málinu.

Hlynur Halldórsson lögmaður fór með málið fyrir hönd Isavia.