Landslög aðstoða við fyrstu fjármögnun á íslenskum rafíþróttum

birt 31. maí 2022

Rafíþróttafélagið Dusty lauk í síðustu viku við hlutafjáraukningu sem telst jafnframt vera fyrsta almenna fjármögnun félags sem helgar sig rafíþróttum á Íslandi.
Rafíþróttafélagið Dusty var stofnað árið 2019 í þeim tilgangi að byggja upp atvinnulið í rafíþróttum. Stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins er Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson. Félagið hefur hingað til verið fjármagnað með eigin rekstri og stofnframlögum eiganda. Með hlutafjáraukningunni hlaut Dusty 30 milljónir króna í nýtt hlutafé frá fjárfestingafélaginu Umbrella ehf. sem verðmetur rafíþróttafélagið á 150 milljónir króna.
Lögmenn Landslaga veittu ráðgjöf og önnuðust skjalagerð við hlutafjáraukninguna.