Landslög eiga marga góða viðskiptavini

birt 30. júní 2023

Landslög eiga marga góða viðskiptavini sem stofan hefur þjónað í fjölda ára. Einn þeirra er Sveitarfélagið Vogar. Ívar Pálsson lögmaður hefur verið sveitarfélaginu innan handar í ýmsum málum síðan í byrjun þessarar þúsaldar. Í dag samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 en gerði um leið samning við Landsnet um að Suðurnesjalína 1 yrði með tíð og tíma lögð í jörðu. Landslög óska Vogum og Landsneti til hamingju með þann áfanga.