Landslög skora hátt hjá Chambers & Partners

birt 20. febrúar 2024

Alþjóðlega matsfyrirtækið Chambers & Partners rannsakar árlega gæði þeirrar þjónustu sem íslenskar lögfræðistofur veita, m.a. með því að taka viðtöl við viðskiptavini og sérfræðinga sem nýta sér þjónustu lögfræðistofanna. Nýverið birti fyrirtækið niðurstöður vegna gæðakönnunar á íslenskum lögfræðistofum sem gildir árið 2024. Þjónusta lögmanna Landslaga er metin á tveimur sérfræðisviðum, annars vegar innan félagaréttar og viðskiptalífs (Corporate/Commercial) og hins vegar við úrlausn ágreiningsmála (Dispute Resolution). Á báðum sviðum fá Landslög lofsamlega dóma og er þess sérstaklega getið að við úrlausn ágreiningsmála sé þjónustan framúrskarandi (Band 1). Á því sviði fær Jóhannes Karl Sveinsson hæstu einkunn Chambers & Partners sem gefin er. Aðrir lögmenn stofunnar sem metnir eru sérstaklega eru Viðar Lúðvíksson, Jóhannes Bjarni Björnsson og Grímur Sigurðsson.

Landslög eru stolt af niðurstöðunni og þeirri umfjöllun sem birt er um lögmenn stofunnar á heimasíðu matsfyrirtækisins. Viðurkenning sem þessi felur í sér hvatningu fyrir alla starfsmenn stofunnar til að gera enn betur á komandi árum.

Umfjöllun um þjónustu Landslaga og lögmenn stofunnar má sjá hér.