Landslög skora hátt

birt 16. febrúar 2019

Alþjóðlega matsfyrirtækið Chambers & Partners birti nýlega niðurstöður sínar um gæðaeftirlit á íslenskum lögfræðistofum sem gildir árið 2019. Þjónusta lögmanna Landslaga er metin á þremur starfssviðum; þjónustu við viðskiptalífið (Corporate/Commercial), rekstur dómsmála  (Dispute Resolution) og endurskipulagningu fyrirtækja (Restructuring/Insolvency). Á öllum sviðum er þjónusta Landslaga metin framúrskarandi og á tveimur af þremur sviðum meðal þess besta sem þekkist á Íslandi. Landslög eru stolt af niðurstöðunni og þeirri umfjöllun sem birt er um lögmenn stofunnar á heimasíðu matsfyrirtækisins. Viðurkenning sem þessi felur auk þess í sér hvatningu fyrir alla starfsmenn stofunnar að gera enn betur á komandi árum.

Umfjöllun um þjónustu Landslaga og lögmenn stofunnar má sjá hér.