Magnús Ingvar Magnússon hlýtur málflutningsréttindi fyrir Landsrétti

birt 13. mars 2024

Þann 7. mars sl. flutti Magnús Ingvar Magnússon sitt fjórða og síðasta prófmál fyrir Landsrétti og lauk þar með prófraun til öflunar réttinda til málflutnings fyrir Landsrétti. Magnús er 31 árs gamall en hann hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2017. Landslög óska Magnúsi innilega til hamingju með áfangann.