Máli Mílu gegn Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur vísað frá með dómi Hæstaréttar

birt 30. mars 2015

Hæstiréttur staðfesti á föstudag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði vísað frá máli Mílu gegn Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur. Ágreiningur reis um gildi ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar sem með ákvörðun á árinu 2013 heimilaði 3,5 milljarðs króna hlutafjárhækkun í Gagnaveitu Reykjavíkur með því að breyta skuldum Gagnaveitu Reykjavíkur við Orkuveitu Reykjavíkur, sem er eigandi hinnar fyrrnefndu, í hlutafé. Úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála staðfesti ákvörðunina með ákvörðun nr. 2/2014. Míla sem hafði verið talin aðili að stjórnsýslumálinu gagnvart Póst- og fjarskiptastofnun stefndi Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til ógildingar á ákvörðun um að heimila hlutafjárhækkun með þessum hætti.

Míla taldi að hin heimilaða hlutafjárhækkun væri samkeppnishamlandi og í andstöðu við fjarskiptalög nr. 81/2003. Samkvæmt lögunum skyldi þess gætt að samkeppnisrekstur yrði ekki niðurgreiddur af einkaleyfisstarfsemi eða verndaðri starfsemi. Ákvæði 36. gr. laga fjarskiptalaga væri fyrst og fremst ætlað að vernda fjarskiptafyrirtæki fyrir óeðlilegri samkeppni frá veitufyrirtækjum, í þessu tilfelli Orkuveitu Reykjavíkur, sem nyti tiltekinna sérréttinda í starfsemi sinni. Ákvæðið væri því samkeppnislegs eðlis. Taldi Míla að umrædd ákvörðun hefði áhrif á tilhögun fjármögnunar Gagnaveitu Reykjavíkur og fjárhagsskipan, þ.m.t. skuldsetningu, lausafjárstöðu og lánsfjárþörf, sem aftur gæti haft áhrif á fjárfestingargetu þess félags ásamt samkeppnisstyrk þess. Atriði þessi hefðu síðan áhrif á samkeppnisumhverfið á markaði fyrir aðgangs- og stofnnet og háhraðatengingar í fastlínu á starfssvæði stefnda Gagnaveitu Reykjavíkur, þar sem það félag og stefnandi væru einu starfandi aðilarnir.

Hinir stefndu í málinu héldu því fram að Míla hefði ekki lögvarða hagsmuni af því fá úr kröfu sinni skorið. Málið hefði hlotið fullnaðarafgreiðslu á stjórnsýslustigi, hlutafjárhækkunin hefði verið að fullu frágengin og tilkynnt til hlutafélagaskrár. Héraðsdómur tiltók í niðurstöðu sinni að ekki yrði séð að ógilding umræddrar ákvörðunar muni neinu breyta um réttarstöðu Mílu heldur fæli fremur í sér beiðni um að dómurinn léti í ljós álit sitt á lögfræðilegu álitaefni. Slík kröfugerð væri ekki tæk fyrir dómi og uppfyllti ekki skilyrði 1. og 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð laga um meðferð einkamála. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og dæmdi Mílu til greiðslu málskostnaðar.

Jóhannes Karl Sveinsson, eigandi og hæstaréttarlögmaður á Landslögum, gætti hagsmuna Póst- og fjarskiptastofnunar í málinu en Viðar Lúðvíksson, eigandi og hæstaréttarlögmaður, kom fram fyrir hönd Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur.

Landslög veita sérhæfða ráðgjöf á sviði fjarskipta- og orkumála og sinna málflutningi fyrir umbjóðendur sína fyrir dómi. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir, eigandi og faglegur framkvæmdastjóri Landslaga (hildur@landslog.is).
On Friday the Supreme Court of Iceland dismissed a case initiated by Mila (Míla), a telecommunication network operator against the Post and Telecom Administration in Iceland (Póst- og fjarskiptastofnun “PTA”), and Reykjavik Energy (Orkuveita Reykjavíkur “RE”) and Reykjavik Data Transmission (Gagnaveita Reykjavíkur “RDT”). The issue before the court was Mila’s claim for the annulment of the PTA’s decision to allow RDT to increase its share capital by signing off its debt towards its owner RE and changing it to share capital by around three billion ISK. The Committee for Electronic Communications and Postal Affairs (Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála) had affirmed the PTA’s conclusion by order No. 2/2014. Consequently, Mila filed the case with the Reykjavik District Court.
Mila contended that the authorized increase of capital was in effect harmful to competition and contrary to the Act on the Post and Telecom Administration, No. 81/2003. It held that the Act had the objective of ensuring that competitive businesses did not enjoy subsidies from companies whose business was monopolized or legally protected. Article 36 of the said act had the primary objective of protecting telecommunications companies from unnatural competition from utilities’ companies, in this case RE. Mila argued that the authorized increase of share capital with RDT would generally affect the financing of RDT, which in turn would affect its investment capabilities. Those factors would have effects on competition in the market of land line data transmission where RDT operates with Mila as its single competitor.

In addition to their substantive arguments the three respondents set forth claims for dismissal, on the grounds that Mila no longer held any legitimate interest in having its claim accepted by the court. The decision had been made and the requested changes before the PTA had already been executed and announced to the Icelandic Company Register. In its order the Reykjavik District Court concluded that should Mila’s claim be accepted it would not have any bearing on its legal rights. Hence, it could rather be considered a request to have the court opine on a legal question which is precluded under Icelandic Procedural Act, namely the first and second paragraphs of article 25 of the said Act. The order of dismissal was appealed by Mila to the Supreme Court which affirmed the order and ordered Mila to pay legal costs to the respondents.

The respondend PTA was represented by Johannes Karl Sveinsson, partner and Supreme Court Attorney and the respondent companies Reykjavik Energy and Reykjavik Data Transmission by Vidar Ludviksson, partner and Supreme Court Attorney at Landslog.

Landslög provide specialized consultancy to firms in fields of communications and energy and provide legal representation before courts. For further information on Landslög’s services please contact Hildur Yr Vidarsdottir (Hildur@landslog.is), partner and professional director for Landslög or call +354-520-2900.