Norvik eignast Bergs Timber AB

birt 15. desember 2023

Að loknu yfirtökutilboði hefur Norvik hf. eignast 95,4% hlut í sænsku samstæðunni Bergs Timber AB, sem starfar í alþjóðlegum timburiðnaði og er skráð í sænsku kauphöllina. Norvik átti fyrir tilboðið tæplega 59% hlut í Bergs Timber og hefur verið stærsti hluthafi félagsins frá árinu 2016. Allir fyrirvara tilboðsins, m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins, hafa verið uppfylltir og gengu viðskiptin í gegn með uppgjöri um síðustu mánaðamót.

Ráðgjafar Norvik við öflun samþykkis Samkeppniseftirlitsins voru Jóna Björk Helgadóttir og Unnur Lilja Hermannsdóttur, lögmenn hjá Landslögum.