Ráðstefna um útboðsrétt
birt 24. nóvember 2025
Í liðinni viku fór fram norræn ráðstefna um opinber innkaup á vegum dönsku hugveitunnar Nohrcon. Lögmennirnir Magnús Ingvar Magnússon og Jóhannes Karl Sveinsson sóttu ráðstefnuna og voru báðir með erindi á sérstökum degi tileinkuðum íslenskum útboðsrétti.
Erindi Magnúsar fjallaði um frávik við tilboðsgerð og skýringar bjóðenda á tilboðum. Jóhannes Karl fjallaði um kröfur bjóðenda um missi hagnaðar vegna brota á útboðslöggjöfinni og réttarframkvæmd síðastliðinna ára á því sviði.