Samningur um kaup Qair Iceland ehf. á 50% hlut í Íslenska vetnisfélaginu ehf. undirritaður

birt 20. september 2023

Undirritaður hefur verið samningur um kaup Qair Iceland ehf. á 50% hlut í Íslenska vetnisfélaginu ehf. dótturfélagi Orkunnar IS ehf.

Íslenska vetnisfélagið stefnir á sölu á grænni orku með uppbyggingu á vetnisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Egilsstöðum og Freysnesi, auk framleiðslustöðvar á Grundartanga.

Ráðgjafar Qair Iceland ehf. voru Jóhannes Bjarni Björnsson og Sigurgeir Valsson, lögmenn hjá Landslögum.