Sigurgeir í eigendahóp Landslaga

birt 19. mars 2024

Sigurgeir Valsson hefur bæst í hóp eigenda Landslaga. Sigurgeir útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2010. Hann starfaði hjá skilanefnd og slitastjórn Kaupþings frá útskrift  og til ársins 2017 en hóf störf hjá Landslögum árið 2018. Hann hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2013. Sigurgeir sérhæfir sig í verkefnum á sviði eignarréttar, fasteignakauparéttar, félagaréttar og gjaldþrotaréttar. Landslög óska Sigurgeiri innilega til hamingju með áfangann.