Fæddur: 17. október 1988.
Menntun: Mag. Jur. frá Háskóla Íslands 2015. LL.M frá University of California, Berkeley, í desember 2021.
Málflutningsréttindi: Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2017.
Starfsreynsla: Laganemi hjá slitastjórn Kaupþings 2012-2014. Starfaði eftir útskrift sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og sem lögfræðingur á lögfræðisviði Fjármálaeftirlitsins. Tók til starfa sem lögmaður á Landslögum árið 2017 þar til hann hóf störf sem aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árið 2018 til október 2021. Þá var hann ráðinn sem aðstoðarmaður dómara og verkefnastjóri við Hæstarétt Íslands en lauk þar störfum í mars 2023 þegar að hann hóf aftur störf á Landslögum.
Önnur störf: Seta í ýmsum starfshópum á vegum stjórnvalda, meðal annars á sviði evrópuréttar og sjávarútvegsmála.
Ritstörf:
Kennsla: Kennari í fullnusturéttarfari og leiðbeinandi nemenda er skrifa BA-ritgerðir á sviði samningaréttar við lagadeild Háskóla Íslands frá 2022. Jafnframt kennari í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala.
Helstu sérsvið: Kröfuréttur, samningaréttur, félagaréttur, stjórnsýsluréttur, fullnusturéttarfar, gjaldþrotaréttur og réttarfar.
Tölvupóstur: gunnar@landslog.is