Hæstaréttarlögmaður

Fæddur: 24. nóvember 1967.

Menntun: Cand. juris frá Háskóla Íslands 1994. LL.M. gráða í lögum frá University of London 1999.

Málflutningsréttindi: Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2000 og fyrir Hæstarétti 2012.

Starfsreynsla: Lögfræðingur hjá tjónadeild og innra eftirliti Eimskipafélags Íslands 1994-1997. Lögmaður hjá LM Lögmönnum 1999-2010. Lögmaður á Landslögum frá 2010.

Önnur störf: Í stjórn Vitvélastofnunar, rannsóknarseturs í gervigreind frá stofnun 2009, nú stjórnarformaður. Í stjórn þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna 2001-2005. Varamaður í úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá 2013.

Ritstörf og reynsla af kennslu: Stundakennsla við Lagadeild Háskóla Íslands í upplýsingatæknirétti og persónuvernd. Prófdómari á sviði persónuverndar. Stundakennsla við lagadeild Háskólans á Bifröst í upplýsingatæknirétti.

Helstu sérsvið: Upplýsingatækniréttur, fjarskiptalög og fjarskiptaréttur, hugbúnaðarréttur og hugverkaréttindi, samkeppnisréttur, sjó- og flutningaréttur, bankaréttur og rafræn bankaviðskipti, félagaréttur, samninga- og skjalagerð.

Tölvupóstur: hlh@landslog.is