Hæstaréttarlögmaður

Fæddur: 22. júlí 1971.

Menntun: Cand. juris frá Háskóla Íslands 1998.

Málflutningsréttindi: Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2005 og fyrir Hæstarétti 2011.

Starfsreynsla: Lögfræðingur hjá eftirlitsskrifstofa Skattstjórans í Reykjavík 1998-1999. Lögfræðingur Borgarskipulags Reykjavíkur 1999-2001. Yfirlögfræðingur skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur 2002-2005. Lögmaður á Landslögum frá 2005.

Önnur störf: Í hagsmunaráði Orators. Í stjórn Skotveiðifélags Íslands frá 1998, varaform. frá 2002. Í stjórn Samtaka útivistarfélaga frá 1998.

Ritstörf og reynsla af kennslu: Stundakennari í fasteignakauparétti við lagadeild Háskóla Íslands, stundakennsla í auðlindarétti við Háskólann í Reykjavík. Kennari á námskeiðum til löggildingar mannvirkjahönnuða og fleiri námskeiðum á vegum endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands. „Viðhorf almennings til lögfræðinga”, meðhöfundur, Úlfljótur 4. tbl. 1995, Umferðarréttur og skotveiði, Tímarit Skotveiðifélags Íslands 4. árg., 1. tbl. 1998. Almannaveiðiréttur og þjóðlendur, sst. 8. árg., 1. tbl. 2002.

Helstu sérsvið: Eignarréttur, stjórnsýsluréttur,  sveitarstjórnarréttur, skipulags- og byggingalöggjöf og fasteignakauparéttur.

Tölvupóstur: ivar@landslog.is