Hæstaréttarlögmaður

Fæddur: 4. desember 1967.

Menntun: Cand. juris frá Háskóla Íslands 1993.

Málflutningsréttindi: Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 1994 og fyrir Hæstarétti 2000.

Störf og embætti: 

  1. Lögmaður hjá Landslögum frá 1993.
  2. Formaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá árinu 2009-2017 (hlutastarf).
  3. Lausráðinn sérfræðingur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS) frá 2014 í viðbragðsteymum (TA Missions) vegna fjármálaáfalla og endurskipulagningar banka (hlutastarf).
  4. Skipaður dómari við Endurupptökudóm frá 2021-2023 (hlutastarf).
  5. Formaður áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar frá árinu 2011.
  6. Varamaður í kærunefnd jafnréttismála frá 2008.
  7. Setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, s.s. Lyfju hf. frá árinu 2004-2012 (formaður 2004-2011), Portfarma hf. frá árinu 2005-2012, N1 hf. 2011-2012, Samkaup hf.  2005-2011.
  8. Ritstjóri Lögmannablaðsins 2000-2001.
  9. Í stjórn Lögmannafélags Íslands 2002-2004.
  10. Formaður starfshópa stjórnvalda um endurskoðun reglna um Kjararáð 2018.
  11. Skipaður í starfshópum um endurskoðun reglna um veiðistjórnun á makríl 2019.
  12. Skipaður í nefnd um úttekt á reynslunni af starfi nefnda Seðlabanka Íslands 2021.
  13. Í starfshópi stjórnvalda um endurskoðun fyrirkomulags á launaákvörðun forstöðumanna ríkisstofnana  o.fl. 2024-2025.

Fræðistörf og reynsla af kennslu:

  1. Stundakennsla (um tíma aðjúnkt) við lagadeild Háskóla Íslands frá hausti 1997 í leigurétti, útboðs- og verktakarétti og munnlegum málflutningi.
  2. Umsjónarkennari í Endurmenntun HÍ frá 2015 (Mannvirkjagerð).
  3. Höfundur: Leiguréttur II. (Húsaleiga), útg. í Reykjavík 1999.
  4. Höfundur: Félagsform íslensku sparisjóðanna: hlutafélagavæðing og SPRON-málin”, Tímarit Lögréttu 2. hefti 2005, bls. 43-51.
  5. Höfundur: Viðbótarkröfur verktaka í verksamningum, ritröð Lagastofnunar Háskóla Íslands, Reykjavík 2005.
  6. Árið 2014 með aðstöðu við lagadeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington sem gestafræðimaður (Visiting Scholar) í alþjóðlegum fjármálarétti og viðbrögðum ríkja við bankakreppum.
  7. Höfundur: Skaðabætur vegna brota á útboðsreglum, afmælisrit Viðars Más Matthíassonar 2014.
  8. Ýmsar greinar og fyrirlestrar um lögfræðileg málefni.

Helstu sérsvið og verkefni: 

  1. Málflutningur fyrir gerðardómum og almennum dómstólum: Hefur flutt um 200 mál af ýmsum toga fyrir áfrýjunardómstólum (Landsrétti og Hæstarétti) og nokkur hundruð mál fyrir héraðsdómstólum. Flutt 11 mál fyrir EFTA dómstólnum og fjögur mál fyrir alþjóðlegum gerðardómum um sölusamninga íslensku orkufyrirtækjanna til stórnotenda raforku.
  2. Ráðgjöf við stjórnvöld og stefnumótun: Ráðgjafi stjórnvalda eftir fall bankanna 2008. Ráðinn tímabundið sem starfsmaður Fjármálaeftirlitsins í október og nóvember 2008 og tók um leið leyfi frá almennum lögmannsstörfum. Aðstoð við stjórn Fjármálaeftirlitsins sem tók ákvarðanir um skiptingu hinna föllnu banka og ýmis framkvæmdaratriði er því tengdust.  Árið 2009 ráðinn hjá fjármálaráðuneytinu sem lögfræðilegur ráðgjafi við samninga á milli gömlu og nýju bankanna. Tók sæti í samninganefnd undir forystu Lee C. Buchheit til að ná samningum um Icesavemálið við hollensk og bresk stórnvöld. Í máflutningsteymi vegna sama máls fyrir EFTA dómstólnum. Ráðgjafi stjórnvalda vegna fyrirhugaðra slita á ÍL-sjóði og samninga við kröfuhafa hans.
  3. Orkumál: Hefur sinnt lögmannsstörfum á sviði orkuréttar, við gerð sölusamninga um raforku, ráðgjöf við ágreiningsmál á sviði raforkusölu, flutnings raforku auk tengdra mála.
  4. Banka- og fjármálaréttur: Ráðgjöf og málflutningur fyrir banka og sparisjóði um áratuga skeið auk þess að taka þátt í gerð lagafrumvarpa og vinnu á vegum stjórnvalda.
  5. Útboðs- og verktakamál: Hefur starfað lengi að málum á þessu sviði, fyrir verktaka, verkkaupa auk þess að vera gerðardómari í nokkrum málum og halda námskeið og erindi fyrir starfsfólk á sviðinu.

Tölvupóstur: jks@landslog.is