Hæstaréttarlögmaður

Menntun: LL.M. frá Stanford Law School 2007 í Corporate Governance and Practice. Cand. jur. frá Háskóla Íslands 1997. Nám í vátryggingarétti og alþjóðlegum einkamálarétti við Háskólann í Árósum 1996.

Málflutningsréttindi: Málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti 2004. Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 1998.

Starfsreynsla: Lögmaður hjá Landslögum frá 1997.

Önnur störf: Í stjórn Lögmannafélags Íslands frá 2019, varamaður í stjórn félagsins 2017-2019. Formaður eftirlitsnefndar með starfsemi Íslandspósts samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017 frá 2017. Sat í siðareglunefnd Lögmannafélags Íslands 2016-2019. Skipaður varaformaður úrskurðarnefndar raforkumála frá 2011. Í laganefnd Lögmannafélags Íslands 2008-2012. Settur nefndarmaður ad hoc 2011 í nefnd um dómarastörf samkvæmt lögum nr. 15/1998. Í stjórn Íslandsdeildar Amnesty International 2000-2004.

Kennsla: Kennsla í fullnusturéttarfari við Háskólann í Reykjavík frá 2014. Kennsla á námskeiði til öflunar réttinda til að vera héraðsdómslögmaður frá 2008. Umsjónarmaður og leiðbeinandi meistararitgerða við Háskóla Íslands frá 2010. Umsjónarmaður og leiðbeinandi með B.A. ritgerðum við Lagadeild Háskóla Íslands 2005-2006. Stundakennari í skaðabótarétti við Háskólann í Reykjavík 2005. Kennsla í samningarétti á meistarastigi við Viðskiptaháskólann á Bifröst haustið 2004. Stundakennsla í skaðabótarétti og leigurétti við Lagadeild Háskóla Íslands haustið 1999. Umsjónarmaður og leiðbeinandi meistararitgerðar við Háskólann í Reykjavík 2008. Hefur haldið nokkur námskeið í samningagerð og samningahagfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands. Kennsla í samningagerð og samningahagfræði á námskeiðum um mannvirkjagerð við Endurmenntun Háskóla Íslands 2010 og 2011.

Ritstörf: „Viðhorf almennings til lögfræðinga“, meðhöfundur, Úlfljótur 4. tbl. 1995. „Stutt ágrip í vátryggingarétti“, birt á www.rettur.is. „Handalögmál og ábyrgðartakmarkanir í skilmálum vátrygginga“ Lögmannablaðið, 2. tbl. maí 2001. „Ónákvæmni í dómsorði“, Lögmannablaðið, 1. tbl. mars 2002. „Ábyrgðartakmarkanir í skilmálum vátrygginga og ófrávíkjanlegar reglur laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga“, Tímarit lögfræðinga, 1. hefti 2004. „Upphaf fyrningarfrests samkvæmt 99. gr. umferðarlaga nr. 50/1987“, Afmælisrit – Viðar Már Matthíasson sextugur 16. ágúst 2014, Reykjavík 2014.

Helstu sérsvið: Samningagerð, samrunar og yfirtökur, fjármunaréttur, kröfuréttur, vátryggingaréttur, skaðabótaréttur og málflutningur.

Tölvupóstur: vidar@landslog.is