Sýn kaupir Já

birt 28. febrúar 2023

Undirritaðir hafa verið samningar um kaup Sýnar hf. á öllu hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf., sem er móðurfélag Já ehf. en það félag rekur meðal annars vefsíðuna og appið ja.is ásamt því að veita upplýsingar í símanúmerinu 1818. Seljendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir. Með kaupunum hyggst Sýn hf. auka þjónustuframboð félagsins og byggja á þeim öflugu kerfum og sterka mannauð sem Já hefur yfir að ráða.

Ráðgjafar Sýnar hf. við kaupin voru þau Viðar Lúðvíksson og Jóna Björk Helgadóttir, lögmenn hjá Landslögum.