Vafi um samning matvælaráðherra

birt 1. ágúst 2023

Morgunblaðið tók Grím Sigurðsson tali nýverið og ræddi við hann um samning sem matvælaráðuneytið gerði við Samkeppniseftirlitið um kortlagningu eignatengsla í sjávarútvegi. Í viðtalinu kemur m.a. fram að það sé að mati Gríms verulegur vafi uppi um hvort samningurinn standist lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins. Þannig sé bæði vafasamt að Samkeppniseftirlitinu sé heimilt að beita heimildum sínum til að rannsaka mál sem heyra undir matvælaráðuneytið, sem og að þiggja fyrir það greiðslu. Viðtalið má nálgast hér.