Vaka aftur undir yfirráðum hluthafa

birt 19. september 2025

Gjaldþrotaskiptum á þb. Vöku hf. björgunarfélags er nú lokið en Unnur Lilja Hermannsdóttir lögmaður var skipuð skiptastjóri þrotabúsins í nóvember sl. Félagið var í rekstri áfram eftir gjaldþrotaúrskurðinn undir stjórn skiptastjóra. Hluthafar hafa nú endurheimt félagið úr gjaldþrotameðferð með greiðslum til kröfuhafa á grundvelli frjálsra samninga. Er hluthöfum óskað velfarnaðar með áframhaldandi starfsemi Vöku hf., björgunarfélags.