Landslög eiga rætur að rekja aftur til ársins 1971 . Á árinu 2010 sameinuðust Landslög og LM lögmenn undir nafni Landslaga. Eigendur Landslaga eru 12 talsins en alls starfa 19 lögfræðingar á stofunni. Þar af eru 18 með lögmannsréttindi en níu þeirra hafa réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Heildarfjöldi starfsmanna stofunnar er 25.

Lögmenn Landslaga búa yfir áratugalangri reynslu af flestum sviðum lögfræðinnar. Landslög geta því boðið sérhæfða þjónustu á helstu starfssviðum stofunnar, svo sem við samninga- og skjalagerð, álitsgerðir, hlutafélagarétt, leigusamninga, einkalífsrétt, samkeppnisrétt, sjó- og flutningarétt, skipasölu, stjórnsýslurétt, sveitarstjórnarrétt, upplýsingatæknirétt, vátryggingarétt, verksamninga og innheimtur svo eitthvað sé nefnt. Þá veitir stofan alla almenna ráðgjöf, hefur með höndum skipti dánar- og þrotabúa, málflutning, uppgjör slysa- og skaðabótamála o.fl. Félagið kappkostar að veita einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum fyrsta flokks lögfræðiþjónustu.

Um árabil hafa Landslög sérhæft sig í hvers konar ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir fyrirtæki í íslensku viðskiptalífi bæði innanlands og utan. Fjöldi stofnana og sveitarfélaga er á meðal viðskiptavina okkar. Þá búa Landslög yfir mikilli reynslu og sérþekkingu í skaðabótamálum einstaklinga. Samspil ólíkrar menntunar og reynslu starfsmanna gerir Landslögum kleift að takast á við nær hvers konar verkefni á sviði lögfræði.

Landslög eru aðilar að Legal Netlink Alliance.

undefined