FRÉTTIR

Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns ógiltur

birt 6. febrúar 2024

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í máli sem rekið var um lögmæti úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í úrskurðinum komst nefndin að þeirri niðurstöðu að tæming Árbæjarlóns hefði verið ólögmæt. Fyrir dómi krafðist Orkuveita Reykjavíkur þess að úrskurðurinn yrði ógiltur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Orkuveitu Reykjavíkur og ógilti ...

Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2 staðfest

birt 26. janúar 2024

Þann 25. janúar sl. staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ákvörðun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Voga um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir nýrri rafmagnslínu til og frá Suðurnesjum, Suðurnesjalínu 2. Ívar Pálsson lögmaður hjá Landslögum aðstoðaði sveitarfélagið við meðferð málsins innan stjórnsýslu sveitarfélagsins, samningaviðræður og samningagerð við hagsmunaaðila, sem og við rekstur kærumálsins ...

30 ára starfsafmæli

birt 22. desember 2023

Nafnarnir Jóhannes Bjarni Björnsson og Jóhannes Karl Sveinsson hafa nú starfað í 30 ár á Landslögum og forverum stofunnar. Báðir hafa átt farsælan og glæsilegan feril í lögmennsku og hápunktarnir orðnir margir á langri starfsævi. Við hlökkum til að starfa áfram með þessum reynsluboltum og óskum þeim ...

Norvik eignast Bergs Timber AB

birt 15. desember 2023

Að loknu yfirtökutilboði hefur Norvik hf. eignast 95, 4% hlut í sænsku samstæðunni Bergs Timber AB, sem starfar í alþjóðlegum timburiðnaði og er skráð í sænsku kauphöllina. Norvik átti fyrir tilboðið tæplega 59% hlut í Bergs Timber og hefur verið stærsti hluthafi félagsins frá árinu 2016. Allir fyrirvara tilboðsins, m.a. ...

Isavia sýknað af kröfum Hópbíla og Airport Direct

birt 23. nóvember 2023

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í máli sem félögin Hópbílar ehf. og Airport Direct ehf. höfðuðu gegn Isavia. Forsaga málsins er sú að árið 2017 fór fram útboð um aðgang að stæðum fyrir hópferðabifreiðar við flugstöð Leifs Eiríkssonar og aðstöðu til miðasölu innanhúss. Í kjölfar útboðsins var samið við ...

Fjallað um náttúruhamfaratryggingu

birt 6. nóvember 2023

Jón Gunn­ar Ásbjörnsson lögmaður var í viðtali á mbl.is þar sem fjallað var um náttúruhamfaratryggingu. Tilefni viðtalsins var hið mögulega eldgos við Svartsengi og þær skemmdir sem slíkt gos gæti valdið á vatnslögnum til húshitunar. Í viðtalinu kemur fram að Jón Gunnar tel­ur lík­legt að tjón á ...

Húsfélag sýknað af kröfum verktaka

birt 3. nóvember 2023

Landsréttur kvað í dag upp dóm í máli sem verktaki höfðaði gegn húsfélagi til innheimtu aukinna verklauna, umfram það sem samið var um í verkbeiðni og greiðsluáætlun vegna viðhaldsvinnu við húsið. Landsréttur taldi að sönnunarbyrði um að samið hefði verið um ...

Bókun 35 - 101

birt 16. október 2023

Síðasta haust lagði utanríkisráðherra fram á Alþingi lagafrumvarp sem ætlað er að tryggja fullnægjandi innleiðingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í íslenskan rétt. Jóhannes Karl Sveinsson ritaði af því tilefni stuttan pistil um bókun 35, EES-samninginn og þýðingu innleiðingarinnar, verði hún að lögum.   Bókun 35 ...