Hildur Ýr Viðarsdóttir var til viðtals í þættinum Þak yfir höfuðið á streymisveitunni Uppkast um gallamál í fasteignum. Meðal annars fór hún yfir það hvað kaupendur og seljendur geta gert til að reyna að koma í veg fyrir ágreiningsmál um galla í fasteignum. Viðtalið má nálgast hér.
Rafíþróttafélagið Dusty lauk í síðustu viku við hlutafjáraukningu sem telst jafnframt vera fyrsta almenna fjármögnun félags sem helgar sig rafíþróttum á Íslandi. Rafíþróttafélagið Dusty var stofnað árið 2019 í þeim tilgangi að byggja upp atvinnulið í rafíþróttum. Stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins er Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson. Félagið hefur hingað til ...
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað nýverið upp dóm þar sem kaupanda fasteignar voru dæmdar bætur úr hendi erfingja seljanda fasteignar vegna skorts á upplýsingum við sölu fasteignarinnar. Í málinu lá fyrir að kaupandi hafði ekki fengið upplýsingar um eldra matsmál og dómsmál sem húsfélagið hafði staðið í vegna m.a. galla á klæðningu ...
Unnur Lilja Hermannsdóttir lögmaður skrifaði grein í nýjasta hefti Lögmannablaðsins um slit á sérstakri sameign. Í greininni er vikið að nýlegum álitaefnum sem upp hafa komið hvað varðar slit á sérstakri sameign með nauðungarsölu. Í greininni er bent á að hafi því landi sem leitað er nauðungarsölu ...
Alþjóðlega matsfyrirtækið Chambers & Partners rannsakar árlega gæði þeirrar þjónustu sem íslenskar lögfræðistofur veita, m.a. með því að taka viðtöl við viðskiptavini og sérfræðinga sem nýta sér þjónustu lögfræðistofanna. Nýverið birti fyrirtækið niðurstöður vegna gæðakönnunar á íslenskum lögfræðistofum sem gildir árið 2022. Þjónusta lögmanna Landslaga er metin á tveimur sérfræðisviðum, ...
Með dómi Landsréttar 12. nóvember 2021 var staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist á kröfu K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki bandarísku þungarokkhljómsveitarinnar Slayer, á hendur fyrirsvarsmanni skipuleggjanda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice vegna eftirstöðva þóknunar Slayer fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. Féllst Landsréttur á að í tölvupósti fyrirsvarsmannsins til ...
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 20. desember 2021 var komist að þeirri niðurstöðu að Sorpa bs. hefði brotið lög um opinber innkaup nr. 120/2016 í innkaupaferli sínu vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar á Álfsnesi (GAJA) og að Sorpu bæri af þeim sökum að greiða umbjóðanda Landslaga, ...
Eins og greint var frá hér á síðunni þann 1. apríl 2021 hafa lögmenn Landslaga veitt Sýn hf. ráðgjöf um sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins til erlenda fjárfestisins DigitalBridge Group og tengdra aðila. Þann 14. desember sl. voru samningar um söluna undirritaðir og gengu viðskiptin þar ...